Ný kynslóð. Ágæt sala hefur verið á hlífðarfatnaði og fyrr á árinu afgreiddum við til eins viðskiptavinar okkar Wenaas Pbi Kevlar hlífðarfatnað en sá viðskiptavinur okkar hefur valið þennan fatnað allt frá árinu 2003.
Við tiltekt á lager komu ýmsar vörur í ljós sem skilað hefur verið vegna smávægilegra galla eða ekki í upprunalegum umbúðum. Eins gerðir sem við erum að hætta að vera með á lager. Við viljum nú vekja athygli á þessum vörum sem bjóðast á góðu verði.
Brunavarnir Suðurnesja fengu á dögunum Holmatro Spider dælu, glennur og tjakk inn í sett hjá sér. Glennur og tjakkur eru af 4000 gerðinni en dælan af Spider gerð.