Við höfum afhent nokkur bakbretti ásamt ólum og höfuð og hálskraga en verðið á þessum brettum er ótrúlega gott. Það má nánast fá þrjú fyrir eitt af þeim gerðum sem við þekkjum til.
Nokkuð hefur verið spurt um leðurskó uppreimaða en við höfum ekki verið með slíka skó á lager en ef eftirspurn eyfir þá erum við tilbúin að skoða það að vera með slíka skó á lager. Verðin sem við gefum upp eru áætluð verð til slökkviliða án VSK.
UB gerðin er lítil og nett og fáanleg með ýmsum fylgihlutum eins og mannopshólk og ýmsum lengdum af börkum. Eins má fá gashitara til að tengja við og nýta blásarann til upphitunar. Við eigum fyrirliggjandi þessa blásara núna.
Nýverið afhentum við til eins slökkviliðs sett af Scott Propak reykköfunartækjum ásamt Sabrecom fjarskiptabúnaði fyrir fleiri tæki og Motorola GP340 talstöðvar. Þetta lið var fyrir með Scott Propak tæki.
Slökkvilið Bolungarvíkur hefur fengið Tohatsu dælu en þó nokkur slökkvilið erum með þessa gerð af lausum dælum enda öflugar og tiltölulega léttar dælur.
Eldur kom upp í íbúðarhúsi Jóns Salmannssonar og Helgu Hermannsdóttur við Hvanneyrarbraut 59 á Siglufirði 9. febrúar síðastliðinn. Fólkið var í fastasvefni og vaknaði upp við reykskynjara. Ljóst er að það bjargaði heimilisfólkinu.
Pubil Gauge pennaljós eru komin aftur á lager. Fengum takmarkað magn í haust til að kanna eftirspurn og það kom í ljós að það var full ástæða til að vera með þessa gerð af ljósum á lager. Við erum komin með þau aftur og verðlistaverð er kr. 489,- pr. stk. 6 stk. í pakka.