Við höfum ákveðið að setja þær myndavélar og þau öryggiskerfi sem við eigum á lager á tilboð frá og með mánudeginum og fram til loka september eða meðan birgðir endast.
Nú nýverið fengum við á lager verkfæri til að loka fyrir opna sprinklerhausa. Í vöruúrval okkar hefur vantað slíkan búnað. Hvert slökkvilið ætti að vera með slíkt verkfæri til að geta lokað sprinklerhaus fljótt.
Við höfum m.a afhent BS2000 körfubörur til eins álversins. Við fengum inn sendingu af börum og þær eru búnar og höfum gert nýjar pantanir. Óhætt er að segja að þau verð sem við bjóðum á þeim búnaði sem við erum með á lager og stefnum á að vera með á lager eins og börur, töskur, bakbretti, ketvesti ofl. er á einstaklega góðu verði.