Nú er verið að afhenda tvær flugvallaslökkvibifreiðar af gerðinni Felix 8 x 8 tveggja véla á Copernicusar flugvöllinn í Wroclaw. Undirvagnar eru frá Fresia með Volvo vélum hvorri um sig 612 hestöfl.
Við höfum afhent nokkur bakbretti ásamt ólum og höfuð og hálskraga en verðið á þessum brettum er ótrúlega gott. Það má nánast fá þrjú fyrir eitt af þeim gerðum sem við þekkjum til.