Við erum komin með nýtt merki í merkjaúrvalið okkar, en það er merkið söfnunarsvæði. Það er í stærðinni 300 x 300 mm. Talsvert verið spurt um þetta merki að undanförnu.
Við erum komin með á lager slökkviliðsmannastígvél á mjög góðu verði. Þessa gerð af stígvélum höfum við flutt inn áður. Miðað við það verð sem er á stígvélum í dag er nánast hægt að fá tvö pör fyrir ein.
Við erum með nokkrar gerðir á niðursettu verði en það eru lítillega útlitsgölluð slökkviliðsmannastígvél, skógarhöggsmannastívél og örygggisstígvél fyrir verktaka. Við höfum ekki séð útlitsgallann.
Creditinfo hefur unnið að ítarlegri greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki fá bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins. Við hlutum viðurkenningu 2010 og nú aftur 2011.
Medsun CPR einnota blástursgrímur eigum við á lager á góðu verði og munum til mánaðarmóta febrúar, mars bjóða á sérstöku tilboðsverði eða aðeins kr. 572. Verðlistaverð er kr. 886
Í janúar afgreiddum við flúorprótein froðu til eins álveranna en við höfum yfirleitt afgreitt frá okkur froðu í 25 l. brúsum eða 200 l. tunnum en nú kom froðan í IBC 1 tonna flutningstank.
Hjálmarnir eru frá fyrirtækinu KZPT og eru á mjög góðu verði, viðurkenndir samkvæmt allra nýjasta staðlinum eða EN 443:2008. Þó nokkur slökkvilið eða alls um 14 lið eru komin með þessar gerðir af Calisia hjálmum en við erum aðallega að bjóða tvær gerðir.
Þessar laugar eru mjög meðfærilegar en þær eru grindarlausar og sjálfberandi. Þær eru gerðar fyrir mjög slæmar aðstæður. Kraginn er svokallaður flotkragi sem lyftist um leið og vatni er sett í laugina hvort sem það er beint úr vatnsbifreið eða dælt í hana.
Slökkvilið Þingeyjarsveitar hefur fengið Tohatsu dælur en þó nokkur slökkvilið erum með þessa gerð af lausum dælum enda öflugar og tiltölulega léttar dælur. Fleiri gerðir sem sjá má ef smellt er á mynd.