Fréttir

Bruninn í Hringrás.

Svona örstutt til þess m.a. að hrósa þeim búnaði sem við höfum flutt inn og selt en í þessum bruna þá komu að tvær slökkvibifreiðar Flugmálastjórnar af Rosenbauer gerð sem eru staðsettar á Reykjavíkurflugvelli. Sjá frétt á heimasíðu Flugmálastjórnar www.flugmalastjorn.is
Lesa meira

Renault Mascott sem byggður er af ISS-Wawrzaszek í Póllandi.

Í tímaritinu Utryckning nr. 3 2004 á síðu 56 er grein um Renault Mascott sem byggður er af ISS-Wawrzaszek í Póllandi. Bifreiðin var á sýningarsvæði (Floby)Autokaross á Skydd 2004 sýningunni sem var nú í september í Stokkhólmi.
Lesa meira

Slökkvistjórar - slökkvilið - slökkvistjórar

Við höfum nú nýverið sent frá okkur dreifibréf þar sem við höfum sett á útsölu ýmsan búnað, fatnað og tæki fyrir slökkvilið. Hér getið þið skoðað bréfið en í því er upptalið hvað sett var á útsölu. Viðtökur hafa verið sem af er góðar og sumt þegar uppselt. Við ítrekum að þið sendið okkur póstfang svo framarlega að þið hafið áhuga svo við getum sent ykkur upplýsingar og tilboð þá leiðina þar sem það berst ykkur mun fljótar.
Lesa meira

Eiturefnabúningar fyrir t.d. frystihús og fiskveiðiflotann.

Eiturefnabúningar fyrir t.d. frystihús og fiskveiðiflotann eða þar sem Ammóníak er. Undanfarin ár höfum við flutt inn og selt eiturefnabúninga og m.a. eiturefnabúninga af svokallaðri "limited use" gerð en það eru gerðir búninga sem  hafa takmarkað þol og ef um sterk efni er að ræða geta þeir verið einnota. Þeir þurfa sérstaka skoðun eftir hverja notkun en verð þeirra er þriðjungur af verði alvöru (fullorðins) eiturefnabúninga.
Lesa meira

Hlífðarhanskar fyrir slökkviliðsmenn

Frá Southcombe Brothers Ltd. í Bretlandi bjóðum við nú 9 mismunandi gerðir hanska fyrir slökkvilið og björgunarsveitir. Southcome Brothers er fyrirtæki sem framleitt hefur hanska frá árinu 1847 og fullyrða má að bróðurpartur breskra slökkviliða nota hanska frá þeim.
Lesa meira

Flóttagríma sem tengja má við Scott reykköfunargrímur

Lesið um flóttagrímu sem tengja má við Scott reykköfunargrímur ef reykkafari er án lofts á evacpro.com
Lesa meira

Kynning á AirMaXX & AutoMaXX reykköfunartækjum frá MSA

Venjulegur eða yfirþrýstingur. 200 eða 300 bar. Einn eða tveir stál eða léttkútar. Ýmsar útfærslur á viðvörunarflautu, hraðaáfyllingu, aukatengingu og þrýstimæli og búnaði.
Lesa meira

Frá MSA kynnum við hitamyndavélina Evolution 5000

Það eru ekki mörg slökkvilið á landinum sem nota eða eru með hitamyndavélar en þetta er kannski búnaður sem full ástæða er að fara að kynna sér. Margir framleiðendur koma til greina en við höfum valið að kynna Evolution 5000 vélina og koma greinagóðar upplýsingar fram í meðfylgjandi bæklingi.
Lesa meira

SHS fær dælu til að fást við eldfima og eitraða vökva.

Í dag afgreiddum við til Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sérbyggðar dælur til að dæla annars vegar eldfimum vökvum og hins vegar eitruðum vökvum. Þetta eru tvær dælur og við dælurnar er notaður einn mótor. Með fylgja síur og slöngur til að dæla frá. Þetta eru sams konar dælur og slökkvilið í Evrópu nota við spilliefnaupphreinsun. Leitið frekari upplýsinga ef þið hafið áhuga.
Lesa meira

Opnun útboðs í einkennisfatnað Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins

Þann 7. október síðastliðinn voru opnuð tilboð í einkennisfatnað fyrir SHS en slíkt útboð hefur ekki verið um all langan tíma.
Lesa meira