Fréttir

Scott reykköfunartæki í Hrísey.

Við sameiningu Hríseyjarhrepps við Akureyrarbæ sameinaðist Slökkvilið Hríseyjar Slökkviliði Akureyrar. Nýkomin var slökkvibifreið (Brunavarna Eyjafjarðar) í eyna en þar hafa þeir góða bifreið með Ruberg R2,5 dælu sem afkastar minnst um 3.000 l. við 8 bar og 3ja m. soghæð. Dæluafköst sem er lágmark í hverju sveitarfélagi.
Lesa meira

Krani á reykköfunarkútinn

Er nýr krani á reykköfunarkútinn dýr ?????
Lesa meira

Holmatro björgunar og klippibúnaður - Námsstefna LSS

Í ár hafa nokkrir viðskiptavinir okkar bætt við sig Holmatro búnaði og má nefna t.d, Slökkvilið Akureyrar og svo Slökkvilið Hveragerðis.
Lesa meira

Þingeyjarsveit gekk fyrir stuttu frá kaupum á slökkvibifreið

Þingeyjarsveit gekk fyrir stuttu frá kaupum á slökkvibifreið af Ford 550 gerð með 2000 l. vatnstanki, 75 l. froðutanki og FP8/8 dælu sem er dæla sem skilar á lágþrýstingi 1.600 l/mín en hefur ekki háþrýstiþrep. Þetta er sams konar dæla og svonefndar lausar dælur og nær hugsanlega 15 bar þrýstingi. Kaupverð var 11.700.000 án VSK. Undirvagn er líklega tveggja til þriggja ára gamall nú.
Lesa meira

Niðurstöður úr opnun útboðsins Ríkiskaupa

Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðs Ríkiskaupa í 14 sjúkrabifreiðar fyrir Rauða krossinn
Lesa meira

Við óskum Slökkviliði Akureyrar og Akureyrarbæ til hamingju

Við óskum Slökkviliði Akureyrar og Akureyrarbæ til hamingju með kaup á slökkvibifreið frá MT-Bílum en á  fundi Framkvæmdaráðs 21. maí síðastliðnn var ákveðið að ganga til saminga um kaup á slökkvibifreið frá MT-bílum ehf á Ólafsfirði á grundvelli aðaltilboðs þeirra. Undirvagninn sem var valinn er af gerðinni Scania P 124 CB 4x4 HZ 420.
Lesa meira

Nýjir optískir reykskynjarar frá Jablotron

Jablotron hefur nú framleitt JA-60SP optískan reykskynjara sem einnig er hitaskynjari, fyrir þráðlausu viðvörunarkerfin.  Við munum fá fljótlega þessa reykskynjara í sölu sem er kærkomin viðbót við Jablotron viðvörunarkerfin. Hann er  á sama verði og jóníski skynjarinn og  hægt sé að prófa hann á sama hátt og jóníska skynjarann þ.e. með fjarstýringu.
Lesa meira

Fyrstu atvinnuslökkviliðsmenn Íslands

Föstudaginn 14. maí sl. útskrifuðust fyrstu atvinnuslökkviliðsmenn Íslands frá Brunamálaskólanum og komu að sjálfsögðu í heimsókn til Ólafs Gíslasonar & Co. Hf. og kynntu sér vöruúrvalið hjá okkur ásamt skólastjóranum Elísabetu Pálmadóttur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Lesa meira

Um innflutning slökkvibifreiða frá 1988 til 1998

Eftirfarandi eru svör háttvirts umhverfisráðherra við fyrirspurn þingmannsins frú Rannveigar Guðmundsóttur á löggjarfarþinginu 1998 til 1999. Mikill fróðleikur liggur í svörum ráðherrans sem væntanlega eru fengin frá Brunamálastofnun. Þar sem þetta er opinbert skjal datt okkur í hug að setja þetta í frétta dálkinn okkar. Það eru þarna skýringar sem við hnjótum um og höfum leyft okkur að feitletra með rauðum lit.
Lesa meira

Opnun útboðs á slökkvibifreið fyrir Slökkvilið Akureyrar.

Þann 28. apríl síðastliðinn voru opnuð tilboð í slökkvibifreið fyrir slökkvilið Akureyrar. Tilboðsgögn voru nokkuð áþekk því sem við höfum áður séð en að því leyti öðruvísi að óskað var eftir dælu miðskips en ekki aftan í bifreiðinni. Það höfum við ekki séð undanfarin 14 ár að beðið sé um dælu miðskips en þetta er amerísk hugmynd yfirfærð af Svíum og helsti kostur er minni hávaði frá dælu þ.e. ef stjórnborð og lagnir eru að aftan (BAS). Mánaðarfrestur var gefinn og er ætlunin að ákvörðun um kaup liggi fyrir innan 6 vikna.
Lesa meira