Fréttir

Brunavarnir Árnessýslu fengu tvær slökkvibifreiðar

Brunavarnir Árnessýslu fengu í mars 2005 tvær slökkvibifreiðar sem staðsettar eru á slökkvistöðvunum á Laugarvatni og í Reykholti í Biskupstungum.
Lesa meira

Nú í janúar fengu Brunavarnir Suðurnesja

Nú í janúar fengu Brunavarnir Suðurnesja fyrsta SweFan yfirþrýstingsblásara með öllum fylgibúnaði eins og hurðaropsbarka, froðubúnað og plastslöngu. 
Lesa meira

Spilliefnaupphreinsiefni

Við erum þessa dagana að sanka að okkur ýmsum efnum og búnaði til að geta mætt þörfum slökkviliða vegna spilliefnaslysa.
Lesa meira

Gott verð er á þessum skynjurum.

Við eigum nú nægar birgðir af þráðlausum Garvan reykskynjurum en við vorum uppiskroppa með t.d. hitaskynjara. Eins fengum við þessa allraminnstu skynjara aftur. Við fengum staka Garvan  reykskynjara fyrir 9V rafhlöður en þetta eru sömu skynjararnir og eru settir í sökklana fyrir þráðlausar sendingar. Þá má einnig nota sem staka skynjara. Þetta býður m.a. upp á möguleikann að skipta út skynjurum í þráðlausu kerfi ef þörf er á vegna breyttra aðstæðna. Ódýr og góð lausn. Gott verð er á þessum skynjurum.
Lesa meira

Slökkvilið Borgarfjarðardala fær Rosenbauer Otter brunadælu

Slökkvilið Borgarfjarðardala fær nú í janúar Rosenbauer Otter lausa brunadælu með Briggs & Stratton 18 hö. 2ja strokka fjórgengis bensínvél með rafstarti.
Lesa meira

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær Trellchem eiturefnabúningum

Fleiri slökkvilið velja HPS gerðir af Trellchem eiturefnabúningum en í október síðastliðinn fékk Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slíka búninga. Brunavarnir Suðurnesja hafa nú valið slíka búninga bæði fyrir reykköfunartæki utan á búningnum og innan í.
Lesa meira

Kansas Wenaas Pbi Kelvar/Goretex hlífðarfatnaður

Á árinu sem liðið er voru nokkur slökkvilið m.a. Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins sem keyptu nýja gerð hlífðarfatnaðar, fatnað úr kelvar efnum. Þessi gerð er sú sama og við seldum til íslensku friðargæslunarinnar á Pristína flugvelli í Kósóvó á síðasta ári og árinu þar á undan. Vandaður og góður fatnaður. Við viljum nú kynna þennan fatnað og eins aðra gerð sem við erum með sýnishorn af en það er fatnaður frá sama framleiðanda en úr húðuðu Nomex efni. Lýsing fatnaðarins er hér að neðan.
Lesa meira

Dauðadómur yfir duftslökkitækjum á heimili.

Furðulostinn horfði og hlustaði ég á fræðslu tveggja góðra brunavarða í þættinum Íslandi í býtið í morgun. Þar hlaut duftslökkvitækið dauðadóm sem slökkvitæki á heimili landsmanna.
Lesa meira