Fréttir

Rosenbauer slær öllu við.

Eins og venjulega slær Rosenbauer öllu við. Á sýningunni komu þeir fram með aðeins 18 nýjungar.  Hér að neðan teljum við hluta upp en við mynduðum ekki allt en eigum bæklinga sem við erum að hluta til búnir að skanna inn. ÞAð sem ekki er nefnt hér að neða er m.a. Nýtt og nákvæmara froðublandarakerfi \"DIGOIDOS\" sem vinnur með allt að 0,1% blöndun, nýjar gerðir af froðubyssum sem eru afkastameiri en eldri gerðir en samt svipaðar að stærð, nýjan rafeinda stýribúnað á brunadælur hvort sem þær eru lausar eða í bifreiðum, hitamyndavélar, hanska, leðurstígvél, hlífðarfatnað og margt margt fleira.
Lesa meira

Wawrzaszek brunadælur

W.Ruberg AS sýndu á sama stað og ISS- Wawrzaszek brunadælur í slökkvibifreiðar en Ruberg hefur framleitt brunadælur frá 1932. Á sýningunni voru sýndar allar gerðir og nýjung svonefnd Euro-Line sem er afkastamikil, hljóðlát dæla með flata dælukúrfu sem að vísu flestar ef ekki allar gerðir Ruberg dælna eru með. Við bendum ykkur á að skoða upplýsingar um Ruberg dælur á heimasíðu okkar.
Lesa meira

Rauði Haninn 2005 Wawrzaszek sýndu 7 bifreiðar á útisvæði.

Wawrzaszek sýndu 7 bifreiðar á útisvæði. Mjög vandaðar bifreiðar og voru 3 þeirra með trefjaplastyfirbyggingu. Þar mátti sjá undirvagna af Renault Mascott og Kerax gerð ásamt Scania, MAN og Benz. Eins var sýndur óeirðabíll. Allar brunadælur í slökkvibifreiðunum eru af Ruberg gerð.
Lesa meira

Rauða hananum 2005 er lokið en 1.385 sýnendur kynntu vörur sínar

Rauða hananum 2005 er lokið en 1.385 sýnendur kynntu vörur sínar og þjónustu á 93.124 m2. 55% sýnenda voru Þjóðverjar en aðrir sýnendur voru frá 46 löndum. Má þar nefna 76 frá Bretlandi, 69 frá Bandaríkjunum og 57 frá Ítalíu. Frá nýju EB löndunum voru m.a. 23 frá Póllandi og frá Asíu voru 48 sýnendur frá frá Kína. Þetta eru svona helstu tölur en við Íslendingarnir sem sóttum sýninguna vorum um 200 talsins eftir því sem við komumst næst sem er um 0,07% íslensku þjóðarinnar. Svíar voru um 1.500 en þeir hefðu þurft að vera 6.100 til að slá okkur við. Svona erum við alltaf bestir.
Lesa meira

Slys við björgunartækjavinnu

Fyrir nokkru síðan varð slys í Aberdeen í Belgíu hjá slökkviliði sem var að vinna með þýsk björgunartæki og sá sem varð fyrir slysinu meiddist mjög illa á hendi. Það sem gerðist var að endatengingar á háþrýstislöngu gáfu sig og við það sprautaðist háþrýstivökvinn út um opið í mjórri bunu og virkaði þá eins og skurðartæki. Það er sagt að ástæðan fyrir slysinu hafi verið að slöngur hafi verið illa farnar og lélegar og þess hafi ekki verið gætt að fylgjast með þeim.
Lesa meira

Góðar viðtökur

Við höfum undanfarið verið að kynna þær slökkvibifreiðar sem við höfum selt til Brunavarna Árnessýslu og höfum fengið mjög góðar viðtökur þar sem hér er á ferðinni mikil gæði, mikil tækni og ótrúlegt verð.  Fleiri en væntanlegir viðskiptavinir hafa rumskað og viljum við benda á aðra möguleika sem eflaust henta einhverjum slökkviliðum.
Lesa meira

Fyrsta sending af Brunastigar frá Makros í Póllandi kominn.

Í byrjun síðustu viku vöktum við athygli ykkar á Makros stigum frá Póllandi en fyrsta sendingin er komin. Fyrstur reið á vaðið Tryggvi Ólafson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Drangsness og er búið að senda til hans stigann. Hann valdi þrískipta stigann sem líka má nota sem sjálfstæðar einingar. Þetta er sama gerðin og Brunavarnir Árnessýslu eru með. Til hamingju Slökkvilið Drangsness.
Lesa meira

Eigum nokkur sett af Res-Q-Jack stuðningsstoðunum á lager.

Við eigum nokkur sett af Res-Q-Jack stuðningsstoðunum á lager. Við vekjum athygli ykkar á frétt frá 12.02.04 þar sem við kynntum þessar gerðir af stoðum sem hvert slökkvilð þarf að hafa til að tryggja manna sinna og slasaðra á slysavettvangi. Nú látum við fylgja með kynningar að vísu á ensku en við erum að vinna að þýðingu. Þetta á þó ekki að koma að sök þar sem þetta er mest kynningar með myndum. Skoðið þetta og sannfærist. Betri og einfaldari stuðningsbúnað er vart að finna.
Lesa meira

Brunastigar frá Makros í Póllandi

Frá Makros í Póllandi höfum við fengið á lager brunastiga af þremur gerðum og bjóðum nú á kynningarverði. Brunastigarnir sem eru framleiddir í samvinnu við hollenskan stigaframleiðanda og eru samkvæmt Evrópu staðli EN 1147.Mörgum slökkviliðum vantar viðurkennda stiga og bjóðum við því þessa vönduðu stiga. Öll verð án VSK.
Lesa meira

Sprengingin á Reyðarfirði í gær.

Það var okkar maður á Austurlandi þessa dagana Benjamín Vilhelmsson (hleðslustjóri og blöndunarmeistari) sem sá um blöndun Anolits í sprenginguna en alls voru notuð um 23 tonn af Anolit sprengiefnum og til viðbótar dynamit svo alls voru notuð um 28,5 tonn af sprengiefnum.
Lesa meira