Samtök iðnaðarins fagna aðgerðum gegn kennitöluflakki í útboði
28.10.2005
Samtök iðnaðarins segja, að í nýgengu útboði Vegagerðarinnar á áætlunarakstri á
sérleyfisleiðum hafi í fyrsta sinn beitt sérstöku ákvæði til að verjast kennitöluflakki.
Nýmælin felist í því að viðskiptasaga stjórnenda og helstu eigenda tilboðsgjafa sé
könnuð aftur í tímann og geti orðið tilefni til frávísunar. Ekki sé nóg að stofna nýtt fyrirtæki með nýja og
hreina kennitölu eða grípa til ónotaðrar kennitölu hafi menn verið svo fyrirhyggjusamir að verða sér út um kennitölur til seinni nota,
heldur sé litið til viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda og eðli rekstrar.
Lesa meira