Fréttir

Samtök iðnaðarins fagna aðgerðum gegn kennitöluflakki í útboði

Samtök iðnaðarins segja, að í nýgengu útboði Vegagerðarinnar á áætlunarakstri á sérleyfisleiðum hafi í fyrsta sinn beitt sérstöku ákvæði til að verjast kennitöluflakki. Nýmælin felist í því að viðskiptasaga stjórnenda og helstu eigenda tilboðsgjafa sé könnuð aftur í tímann og geti orðið tilefni til frávísunar. Ekki sé nóg að stofna nýtt fyrirtæki með nýja og hreina kennitölu eða grípa til ónotaðrar kennitölu hafi menn verið svo fyrirhyggjusamir að verða sér út um kennitölur til seinni nota, heldur sé litið til viðskiptasögu stjórnenda og helstu eigenda og eðli rekstrar.
Lesa meira

Húllum hæ hjá Slökkviliði Akureyrar

Í tilefni þess að Slökkvilið Akureyrar var að  1) fá nýja slökkvibifreið afhenta sem þeir áttu að fá í apríl síðastliðnum, 2) þeir eru að fá körfubifreið frá SHS, 3) þeir láta frá sér til Brunavarna Skagafjarðar körfubifreið, 4) að fá nýjan búnað í bifreiðina frá okkur, 5) halda árlegan fund slökkviliðsstjóra á Akureyri, þá var mikið um húllum hæ og dýrðir. Við heimsóttum slökkvistöðina milli 16.00 og 18.00 á laugardeginum í tilefni þessa og tókum þátt í gleðskapnum og um leið samgleðjast með Akureyringum yfir glæsilegri bifreið og búnaði í bifreiðina sem er frá okkur.
Lesa meira

(Sjúk) rabílakaup

Þann 20. september síðastliðinn var tekinn ákvörðun í útboði Ríkiskaupa og Rauða kross Íslands. Eins og búast mátti við kærðum við þá ákvörðun, þar sem það hlýtur að vera fyrst og fremst þess sem setur leikreglurnar að fara eftir þeim og eins allra þeirra sem þátt taka. Hér má lesa um ákvörðun kærunefndar útboðsmála þ.e. varðandi kröfu okkar um stöðvun samningsgerðar tafarlaust. Um önnur atriði á kærunefndin eftir að ákvarða eða skera úr um.
Lesa meira

Samningur við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið

Í gær 18. október 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Austurbyggð um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420 4x4. 4.300 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 18 tonn.
Lesa meira

Ráðstefna um björgunarmál sem haldin verður í Moreton

ICET will have a stand at IDER and invites you to visit us in Moreton-on-Marsh, 9 and 10 November 2005.
Lesa meira

Gengið frá samningi við Austurbyggð

Í dag þann 18. október var gengið frá samningi við Austurbyggðum slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420. Sjá nánar frétt á heimasíðu Austurbyggðar.
Lesa meira

Slökkviliðsmenn frá Akureyri sækja nýja búnaðinn

Í dag komu slökkviliðsmenn frá Akureyri að sækja nýjan búnað í nýja slökkvibifreið sem þeir eru þessa dagana að fá afhenta. Til flutnings notuðu þeir eina körfubifreið okkar Reykvíkinga sem þeir hafa fest kaup á lagfært og leggja af stað á í fyrramálið þegar veður hefur gengið niður. Þessi körfubifreið er sú síðasta sem ekki er tölvustýrð heldur af gamla skólanum með mekanískar stýringar. Það er eftirsjá fyrir okkur Reykvíkinga í þessari bifreið en góðir eru viðtakendurnir.
Lesa meira

WISS slökkvibifreiðar

Fleiri en við hafa fallið fyrir WISS slökkvibifreiðum en á heimasíðu Hauberg Technique er fjallað um slökkvibifreiðar framleiddar af WISS í Bielsko- Biala í Póllandi. Hauberg Technique er danskt fyrirtæki sem stofnað var 1994 og flytur inn til Danmerkur, Færeyja og Grænlands margskonar búnað fyrir slökkvilið m.a. slökkvibifreiðar frá Autokaross í Svíþjóð. Við höfum átt samstarf við fyrirtækið og mörg vörumerkja þeirra er þau sömu og við flytjum inn fyrir íslensk slökkvilið. www.firetechnique.dk/page.php
Lesa meira

Fleiri teikningar af slökkvibifreiðum

Við bætum enn inn á síðuna okkar fleiri teikningum af slökkvibifreiðum. Sjá síðuna. Við viljum kynna Renault Mascott 160.6 sem er létt og öflug slökkvi- og björgunarbifreið sem getur verið með 1.000 l. af vatni og 100 l. af slökkvifroðu. Ökumannshús er tvöfalt fyrir 1 + 1 + 4. Renault Mascott slökkvi- og björgunarbifreiðar eru á undirvagni þar sem heildarþungi er allt að 6 tonnum. Vélarstærðir eru frá 120 hö (270 Nm/1300 sn.) til 160 hö (350 Nm/1500 sn.) og gírkassar at tveimur stærðum 5 eða 6 gíra. Tvær gerðir af Ruberg brunadælum eru fáanlegar beintengdar í þessar bifreiðar. Annars vegar R2-40 sem afkastar 250 l/mín við 40 bar og hins vegar R12 sem afkastar 1.200 l/mín við 10 bar. Aðrir undirvagnar koma til greina eins og MB Sprinter eða Iveco.
Lesa meira

Rauði haninn

Á Rauða hananum heimsóttum við fyrirtæki sem sýndi björgunaráhald sem nefnist Unisek 4.0. Með þessu áhaldi er hægt að framkvæma ýmislegt m.a. opna margar gerðir brunahana, skrúfa skrúfur og rær 10-13-17 mm, brjóta glugga (rúðubrjótur og sög), skera belti, LED ljós, opna glugga og hurðir, spenna upp glugga og hurðir, er neyðarlykill á lyftuhurðir, er storz hraðtengjalykill A-B-C-D, er kranalykill 7+8+11mm.
Lesa meira