Fréttir

Útboð Ríkiskaupa á 8 sjúkrabílum

Okkur var að berast tilkynning frá Ríkiskaupum um hver hlaut hnossið í útboði á 8 sjúkrabílum fyrir Rauða kross Íslands. Aðeins voru 21 mínúta þar til skrifstofa Ríkiskaupa lokaði svo réttur til ákvörðunar var nánast fullnýttur.
Lesa meira

Við höfum bætt inn á síðuna okkar fleiri teikningum af slökkvibifreiðum

Hægt er að sjá síðuna hér. Tvær teikningar af Renault Midlum 270.14 sem geta verið með 2.500 til 3.500 l. af vatni. Einfalt eða tvöfalt ökumannshús. Renault Midlum slökkvibifreiðar má fá á undirvagni að 16 tonnum en vélarstærð er frá 215 hö til 265 hö og gírkassi er 6+1. Ruberg brunadælur eru í þessum slökkvibifreiðum lág og háþrýstar og afkasta 3.000 l/mín.
Lesa meira

Holmatro með nýjungar í framleiðslu á björgunartækjum

Enn á ný er Holmatro fyrstir framleiðanda til að koma með nýjungar í framleiðslu á björgunartækjum. Ekki eina, heldur margar. Þessar nýjungar kynnti Holmatro á Rauða Hananum í vor, þar sem þeir voru með stóran og glæsilegan bás. En það má eiginlega segja að hann hafi samt ekki verið nógu stór, því þar var alltaf troðfullt af fólki að kynna sér það nýjasta í björgunartækjum. Enda Holmatro brautryðjandi á því sviði.
Lesa meira

Kynning fyrir björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.

Kynning á Peli ljósum og öðrum búnaði fyrir björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.Við bjóðum nokkrar gerðir vandaðra ljósa og er meðfylgjandi bæklingur yfir helstu gerðir eins og Peli sem eru vatnsvarin ljós einstaklega vönduð. Notuð m.a. af slökkviliðum (reykköfurum), köfurum, björgunarsveitum ofl.
Lesa meira

Kynning á Peli ljósum og öðrum búnaði

Ágæti viðtakandi Málefni: Kynning á Peli ljósum og öðrum búnaði fyrir björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.
Lesa meira

Brunavarna- og björgunarhátíð

Eins og fram kom hér í frétt var haldin Brunavarna og björgunarhátíð bæði á Laugarvatni og í Aratungu á laugardaginn var. Undirritaður komst ekki vegna smíðamennsku nema í Aratungu og var þar ánægður og stoltur áhorfandi á sýningunni sem þar fór fram.
Lesa meira

Brunavarnarhátið á Laugarvatni 2005

Eins og fram kom hér í frétt var haldin Brunavarna og björgunarhátíð bæði á Laugarvatni og í Aratungu á laugardaginn var. Undirritaður komst ekki vegna smíðamennsku nema í Aratungu og var þar ánægður og stoltur áhorfandi á sýningunni sem þar fór fram.
Lesa meira

Samningur við Sveitarfélagið Skagafjörður

Í dag 9. september 2005 var gengið frá samningi við Sveitarfélagið Skagafjörður um slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF11000/200 gerð og er undirvagn af gerð Renault Kerax 420.27 6x6. 3.850 mm. + 1.350 mm. Heildarburðargeta bifreiðar er 27 tonn.
Lesa meira

Brunavarna- og björgunarhátíð

Laugardaginn 10. september n.k.  standa slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu fyrir sýningu á  björgunarbúnaði og meðferð á honum á tveimur stöðum í Bláskógabyggð
Lesa meira