Fréttir

Við höfum selt þrjár slökkvibifreiðar frá Wawrzaszek

Allar þessar þjár bifreiðar eru mjög svo svipaðar þannig að kalla má þetta raðsmíði. Þær eru á Renault 420.19 undirvagni 4x4 og með tvöföldu áhafnarhúsi. Þær nefnast TLF 4000/200 þ.e. 4.000 l. vatnstankur og 200 l. froðutankur. Í bifreiðunum er há og lágþrýst Ruberg brunadæla úr bronzi sem afkastar 4.000 l/mín á lágþrýstingi og 340 l/mín á háþrýsting 40 til 48 bar. Hægt er að skoða frekari upplýsingar um bifreiðarnar með að smella á heiti sveitarfélaga hér á eftir Ísafjarðarbær - Fjarðabyggð - Ölfus
Lesa meira

Opnun útboðs Ríkiskaupa í 8 sjúkrabifreiðar fyrir Rauða krossinn.

Hér sjást niðurstöður úr opnun útboðsins og er hér um verulegar breytingar frá síðasta útboði en nú voru annaðhvort lág verð eða há.
Lesa meira

Dreifibréf um Holmatro 4000 línuna, CORE slönguna og Peli LED ljós

Í næstu viku stefnum við á að senda til slökkviliða dreifibréf með upplýsingum um nýju 4000 björgunartækjalínuna frá Holmatro og Core tæknina þ.e. nýju slönguna. Ef þið eruð óþolinmóðir getið þið skoðað Holmatro síðuna á vefsíðu okkar og eins Core síðuna hjá Holmatro.
Lesa meira

Frá MSA SOLARIS efnamælir

Við viljum vekja athygli ykkar á litlum og handhægum efnamæli sem mælir fyrir ykkur sprengigas, H2S, CO og O2. Þessi gerð hentar vel fyrir þau verkefni sem slökkviliðum ber að inna af hendi í sambandi við efnaslys. Mælirinn er vatnsvarinn samkvæmt IP65, notar lithium rafhlöðu endurhlaðanlega sem endist í yfir 14 klst. Hann vegur aðeins rúm 200 g. Gefur frá sér hljóðviðvörun yfir 100dB. Bjartur LED skjár. Sjá bækling. Það sem gerir þennan mælir áhugaverðan er fjöldi þeirra mismunandi efna sem hann getur ráðið við. Verð er mjög hagstætt og notkun einföld. Við getum boðið mæla sem mæla aðeins eitt efni í einu en verð slíkrar mæla er tiltölulega hátt miðað við verðið á þessum. Þessi þarf að endurstillast reglulega eins og aðrir mælar og sjáum við um það.   Leitið upplýsinga
Lesa meira

Kynning á hitamyndavélum

Í gær fór fram kynning á hitamyndavélum, hugtökum og notkun með áherslu á Evolution 5200 hitamyndavélina sem er væntanleg á markaðinn nú innan mjög svo skamms frá MSA. Þessar vélar eru einstaklega vandaðar, meðfærilegar og öruggar í notkun. Fyrir ekki alllöngu kynntum við Evolution 5000 vélina og bendum við ykkur sem áhuga hafa á að lesa frétt þar um
Lesa meira

Jockel duftslökkvitæki.

Eins og við kynntum fyrir skömmu þá var það ætlun okkar að koma með nýja gerð af Jockel 6 kg. duftslökkvitækjum PB6LJM á mjög góðu verði. Við eigum þessi tæki væntanleg nú í vikunni og verða þau til afgreiðslu undir lok vikunnar eða strax í byrjun næstu. Sjá nánari upplýsingar
Lesa meira

Þjónustuaðilar slökkvitækja - Gæði Lifeco slökkvitækja.

Við höfum hugsað okkur að setja inn á heimasíðuna upplýsingar til þeirra aðila sem þjónusta slökkvitæki okkar þar sem allir fá ekki dreifibréf okkar um nýjungar eða breytingar þar sem þeir eru ekki í viðskiptum við okkur á slökkvitækljum. Þannig geta þeir aðilar fylgst með breytingum á eftirliti og þjónustu á þeim slökkvitækjum sem við flytjum inn.
Lesa meira

Peli Products S.A. var með myndarlegan bás á sýningunni.

RAUÐI HANINN 2005 Peli Products S.A. var með myndarlegan bás á sýningunni. Við höfum þegar fengið á lager nýjar gerðir ljósa m.a. reykkafaraljós Little Ed sem er mjög öflugt og nett ljós fyrir reykkafara. Verð er mjög hagstætt eða kr. 4.960,00 án VSK. Við tókum ljósið í útfærslu þar sem með fylgja 4 stk. Alkaline AA rafhlöður. Ljósið vegur aðeins 280g.
Lesa meira

LIFECO duftkútar í slökkvibifreiðar

Frá Lichtfield vorum við að fá slökkvikerfi þ.e. duftkúta eða kúlur 135 og 180 kg. sem eru fyrir bifreiðar í eigu Flugmálastjórnar. Eftir eigum við 135 kg. duftkúta sem við viljum bjóða slökkviliðum ef áhugi er fyrir hendi. Það pláss sem þarf er 130L x 87B x 80H sm. Hér er um að ræða tvo kúta sem hvor um sig er með 67,5 kg. af ABC slökkvidufti.
Lesa meira

Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn

RAUÐI HANINN 2005 Profile finnski sjúkrabifreiðaframleiðandinn sýndi í samvinnu við De Vries sem er hollenskur umboðsmaður þeirra. Það er eins og við höfum kynnst einstaklega vönduð framleiðsla og tæknileg og þær nýjungar sem Profile hafa komið með eru margar eins og rafbúnaðurinn Profile IWS sem hefur eftirlit með rafbúnaði bifreiðar og stýrir stórum hluta þess eftir fyrirfram forrituðm skipunum. Nokkrir slökkvibifreiðaframleiðendur hafa tekið þetta upp. Eins er með innréttingar í bifreiðunum. Sumir framleiðendur hafa fengið hugmyndir þaðan.
Lesa meira