Fréttir

Ráðstefna um björgunarmál sem haldin verður í Moreton

ICET will have a stand at IDER and invites you to visit us in Moreton-on-Marsh, 9 and 10 November 2005.
Lesa meira

Gengið frá samningi við Austurbyggð

Í dag þann 18. október var gengið frá samningi við Austurbyggðum slökkvibifreið yfirbyggða hjá ISS-Wawrzaszek. Bifreiðin verður afgreidd fyrri hluta árs 2006. Bifreiðin er af TLF4000/200 gerð og er undirvagn af gerð Scania P420. Sjá nánar frétt á heimasíðu Austurbyggðar.
Lesa meira

Slökkviliðsmenn frá Akureyri sækja nýja búnaðinn

Í dag komu slökkviliðsmenn frá Akureyri að sækja nýjan búnað í nýja slökkvibifreið sem þeir eru þessa dagana að fá afhenta. Til flutnings notuðu þeir eina körfubifreið okkar Reykvíkinga sem þeir hafa fest kaup á lagfært og leggja af stað á í fyrramálið þegar veður hefur gengið niður. Þessi körfubifreið er sú síðasta sem ekki er tölvustýrð heldur af gamla skólanum með mekanískar stýringar. Það er eftirsjá fyrir okkur Reykvíkinga í þessari bifreið en góðir eru viðtakendurnir.
Lesa meira

WISS slökkvibifreiðar

Fleiri en við hafa fallið fyrir WISS slökkvibifreiðum en á heimasíðu Hauberg Technique er fjallað um slökkvibifreiðar framleiddar af WISS í Bielsko- Biala í Póllandi. Hauberg Technique er danskt fyrirtæki sem stofnað var 1994 og flytur inn til Danmerkur, Færeyja og Grænlands margskonar búnað fyrir slökkvilið m.a. slökkvibifreiðar frá Autokaross í Svíþjóð. Við höfum átt samstarf við fyrirtækið og mörg vörumerkja þeirra er þau sömu og við flytjum inn fyrir íslensk slökkvilið. www.firetechnique.dk/page.php
Lesa meira

Fleiri teikningar af slökkvibifreiðum

Við bætum enn inn á síðuna okkar fleiri teikningum af slökkvibifreiðum. Sjá síðuna. Við viljum kynna Renault Mascott 160.6 sem er létt og öflug slökkvi- og björgunarbifreið sem getur verið með 1.000 l. af vatni og 100 l. af slökkvifroðu. Ökumannshús er tvöfalt fyrir 1 + 1 + 4. Renault Mascott slökkvi- og björgunarbifreiðar eru á undirvagni þar sem heildarþungi er allt að 6 tonnum. Vélarstærðir eru frá 120 hö (270 Nm/1300 sn.) til 160 hö (350 Nm/1500 sn.) og gírkassar at tveimur stærðum 5 eða 6 gíra. Tvær gerðir af Ruberg brunadælum eru fáanlegar beintengdar í þessar bifreiðar. Annars vegar R2-40 sem afkastar 250 l/mín við 40 bar og hins vegar R12 sem afkastar 1.200 l/mín við 10 bar. Aðrir undirvagnar koma til greina eins og MB Sprinter eða Iveco.
Lesa meira

Rauði haninn

Á Rauða hananum heimsóttum við fyrirtæki sem sýndi björgunaráhald sem nefnist Unisek 4.0. Með þessu áhaldi er hægt að framkvæma ýmislegt m.a. opna margar gerðir brunahana, skrúfa skrúfur og rær 10-13-17 mm, brjóta glugga (rúðubrjótur og sög), skera belti, LED ljós, opna glugga og hurðir, spenna upp glugga og hurðir, er neyðarlykill á lyftuhurðir, er storz hraðtengjalykill A-B-C-D, er kranalykill 7+8+11mm.
Lesa meira

Útboð Ríkiskaupa á 8 sjúkrabílum

Okkur var að berast tilkynning frá Ríkiskaupum um hver hlaut hnossið í útboði á 8 sjúkrabílum fyrir Rauða kross Íslands. Aðeins voru 21 mínúta þar til skrifstofa Ríkiskaupa lokaði svo réttur til ákvörðunar var nánast fullnýttur.
Lesa meira

Við höfum bætt inn á síðuna okkar fleiri teikningum af slökkvibifreiðum

Hægt er að sjá síðuna hér. Tvær teikningar af Renault Midlum 270.14 sem geta verið með 2.500 til 3.500 l. af vatni. Einfalt eða tvöfalt ökumannshús. Renault Midlum slökkvibifreiðar má fá á undirvagni að 16 tonnum en vélarstærð er frá 215 hö til 265 hö og gírkassi er 6+1. Ruberg brunadælur eru í þessum slökkvibifreiðum lág og háþrýstar og afkasta 3.000 l/mín.
Lesa meira

Holmatro með nýjungar í framleiðslu á björgunartækjum

Enn á ný er Holmatro fyrstir framleiðanda til að koma með nýjungar í framleiðslu á björgunartækjum. Ekki eina, heldur margar. Þessar nýjungar kynnti Holmatro á Rauða Hananum í vor, þar sem þeir voru með stóran og glæsilegan bás. En það má eiginlega segja að hann hafi samt ekki verið nógu stór, því þar var alltaf troðfullt af fólki að kynna sér það nýjasta í björgunartækjum. Enda Holmatro brautryðjandi á því sviði.
Lesa meira

Kynning fyrir björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.

Kynning á Peli ljósum og öðrum búnaði fyrir björgunarsveitir, slökkvilið og sjúkraflutningsaðila.Við bjóðum nokkrar gerðir vandaðra ljósa og er meðfylgjandi bæklingur yfir helstu gerðir eins og Peli sem eru vatnsvarin ljós einstaklega vönduð. Notuð m.a. af slökkviliðum (reykköfurum), köfurum, björgunarsveitum ofl.
Lesa meira