Fréttir

Skápar fyrir slökkvitæki.

Við eigum fyrirliggjandi nokkrar gerðir skápa úr plasti með glæru loki fyrir slökkvitæki í stærðunum 6 til 12 kg. Sala í slíkum skápum hefur aukist að undanförnu vegna mikilla byggingaframkvæmda.
Lesa meira

Lækkun á verði á þráðlausum viðvörunarkerfum ofl.

Við kynnum verulega lækkun á verði á þráðlausu innbrota og viðvörunarkerfi frá Jablotron en það kerfi höfum við selt nú um 2ja ára skeið með góðum árangri. Verð hefur að jafnaði lækkað um 20%.
Lesa meira

Holmatro kynnir nýjungar.

Kominn er á markaðinn nýr og endurbættur rúðubrjótur með góðu handfangi og spennu til að festa í vasa.
Lesa meira

Kynning á Res-Q- Jack stoðum og stuðningsbúnaði við björgunarstörf.

Frá Cepco Tool Company getum við nú boðið margs konar stoðir, stuðningsfætur, tjakka, keðjur, bönd, króka og hausa til notkunar við að tryggja og skorða af t.d. bifreiðar eftir ákeyrslu eða útafkeyrslu. Eins til að tryggja vinnu við önnur björgunarstörf, rústabjörgun eða þess háttar björgunarstörf.
Lesa meira

Mustang Ice Commander búningar - Slökkvilið Akureyrar

Í Morgunblaðinu 20. janúar birtist grein um MUSTANG ICE COMMANDER flotbúninga sem slökkvilið Akureyrar var að prófa við smábátabryggjuna við Torfunef.
Lesa meira

Um áramót

Við viljum óska viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum viðskipti og samskipti á liðnu ári. Við getum ekki verið ósáttir við síðasta ár en á því ári var tekið á ýmsum nýjum viðfangsefnum. Til gamans nefnum við hér hluta þeirra.
Lesa meira

Úttekt Brunamálastofnunar á slökkvitækjaþjónustum

Nú á haustmánuðum komu fulltrúar Brunamálastofnunar til að gera úttekt á þjónustustöð okkar fyrir slökkvitæki. Að sögn var markmið úttektar að gera samanburð á þjónustustöðvum og afla upplýsinga um  í hvernig ásigkomulagi þjónustustöðvar eru almennt. Finna út sem sagt hvernig er staðið að þjónustu slökkvitækja. Þessa úttekt átti að gera um land allt.
Lesa meira

Profile sjúkrabílarnir eru komnir og afhentir á réttum tíma

Í dag fékk Rauði krossinn afhentar tvær MB Sprinter Profile fjórhjóladrifnar sjúkrabifreiðar, þær fyrstu á Íslandi Til hamingju.
Lesa meira

Í tilefni 80 ára afmælis Ólafs Gíslason & Co hf.

Í tilefni 80 ára afmælis okkar er ætlunin að vera með sérstök tilboð fyrir viðskiptavini okkar nú í nóvember og fyrri hluta desember. Um miðjan mánuðinn munum við kynna frekar hvaða vörur þetta verða og hvar og hvernig salan verður. Við eigum væntanlegar nýjar vörur um mánnaðarmót og má þar nefna t.d. vatnsskynjara á mjög góðu verði og nýjar gerðir gasskynjara.
Lesa meira

Slökkvitækjaþjónustur - Nýar gerðir varahluta.

Við erum komnir með á lager úðabyssur fyrir dufttæki (vandaðar þýskar byssur) með legg að þvermáli 13 og 16mm. Eins með skrúfgangi að innan 18 mm. á t.d. Total slökkvitæki. Byssurnar eru svartar. Verð er frá kr. 830,00 til 1.124,00.
Lesa meira