Fréttir

Viðurkenningar á eldvarnarbúnaði og búnaði til slökkvistarfs.

Að gefnu tilefni þá vekjum við athygli viðskiptavina okkar á því að við seljum eingöngu búnað eða tæki til eldvarna eða slökkvistarfa sem er  viðurkenndur eftir evrópskum stöðlum og í nokkrum tilfellum NFPA skráningu og viðurkenningu. Stærsti hluti slökkviliða og atvinnuslökkviliðin í landinu eru viðskiptavinir okkar og hafa verið í nánast 30 ár.
Lesa meira

Þjónustuaðilar slökkvitækja - Gæði Lifeco slökkvitækja.

Á mælum Lifeco slökkvitækja er lítið agnarsmátt gat með álímdri plasthimnu yfir. Mælarnir eru af EBUR gerð sem er virtur þýskur framleiðandi. Ef pinna er stungið í gatið og þrýst léttilega á færist vísir niður á við og ef þrýstingur er eðlilegur á tækinu fer hann upp í sömu stöðu aftur. Þetta er aðferð til að yfirfara mæli og þrýsting tækisins samtímis. Við höfum ekki rekist á aðra gerðir með þessum frábæru eiginleikum. Á Jockel slökkvitækjum er gat á mælisskífu en ekki á gleri en þau tæki eru með sér áfyllingarloka. Slökkvitæki sem uppfylla IST-EN3 staðalinn eiga að hafa þennan eiginleika. Einfalt og öruggt.
Lesa meira

Slökkvilið flugvallarins í Pristína Kósóvó bætir við búnaði

Fyrr í sumar færðum við ykkur fréttir af kaupum slökkviliðsins í Pristína Kósóvó á ýmsum búnaði hjá okkur að undangengnu útboði sem við unnum. Samið hefur verið um kaup á meira af búnaði má þar helst nefna eftirfarandi.
Lesa meira

Holmatro björgunartæki. Nýr kennslubæklingur kominn út.

Enn á ný er útgáfa á kennsluefni frá Holmatro BV þar sem kennd eru vinnubrögð við björgun fólks úr bílflökum. Holmatro er brautryðjandi í kennslu á björgunarbúnað sem notaður er við klippuvinnu og eða lyftivinnu við björgunaraðgerðir. Þó nokkuð útgefið efni er til og eins hefur Holmatro staðið fyrir námskeiðum fyrir björgunarmenn og kennara. Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki þar um sem nefnist ICET og hafa nokkrir Íslendingar sótt þar námskeið og nú fljótlega fara tveir til að fríska upp á kunnáttuna á viðhaldi tækja og búnaðar.
Lesa meira

Fyrstu stóru FirePro slökkvikerfin sett í báta hérlendis.

Fyrstu stóru FirePro slökkvikerfin sett í báta hérlendis hjá dreifingaraðila okkar á Akranesi Eldvörn. 
Lesa meira

Nýjar FOX brunadælur afhentar

Brunavarnir Skagafjarðar fengu í júlí í sumar Rosenbauer Fox lausa slökkvidælu og var það dæla númer 14 sem við höfum selt hérlendis en um  250 stk. eru í notkun í Noregi. Stutt lýsing á dælunni er eftirfarandi.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi.

Í byrjun september hætti Ágúst Benediktsson störfum en hann hafði starfað hér í ein 19 ár. Honum voru þökkuð góð störf og óskað alls hins besta á nýjum vettvangi. Ráðinn hefuir verið Kristján Ottó Hreiðarsson sem kemur til okkar frá Húsasmiðjunni. Eins hefur verið ráðinn Björn Bjarnason en hann kemur til okkar frá þjónustumiðstöð Garðabæjar. Báðir eru þeir dreifbýlismenn en hér hjá fyrirtækinu eru í meirihluta dreifbýlis fólk. Hér hefur annríki verið mikið í sumar og er nú einnig á haustmánuðum. Við biðjum ykkur viðskiptavinir að sýna okkur þolinmæði meðan við komum nýjum mönnum inn í störfin. Við erum þrír þessa dagana að sækja ADR námskeið hjá Vinnueftirlitinu svo að þeim loknum eiga allir sem sinna sprengiefnasölu að geta flutt sprengiefni. Benedikt Einar Gunnarsson.
Lesa meira

Hetjur

Þessi er sígildur en í dag sendum við ykkur slökkviliðsstjórar dreifibréf með kynningarverðum á Akron Brass úðastútum og byssum.
Lesa meira

Myndir frá kynningu á Akron Brass úðastútum 04/09 2003 Myndir

Myndir frá kynningu á Akron Brass úðastútum
Lesa meira

Kynning á Akron Brass úðastútum 04/09 2003

Úðastútar og byssur frá Akron Brass Company. Kynningin er í dag 4/9 2003 Slökkvistöðinni Skógarhlíð fyrir slökkviliðsstjóra og slökkviliðsmenn
Lesa meira