Við viljum óska viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og þökkum viðskipti og samskipti á liðnu ári. Við
getum ekki verið ósáttir við síðasta ár en á því ári var tekið á ýmsum nýjum viðfangsefnum.
Til gamans nefnum við hér hluta þeirra.
Nú á haustmánuðum komu fulltrúar Brunamálastofnunar til að gera úttekt á þjónustustöð
okkar fyrir slökkvitæki. Að sögn var markmið úttektar að gera samanburð á þjónustustöðvum og afla upplýsinga um
í hvernig ásigkomulagi þjónustustöðvar eru almennt. Finna út sem sagt hvernig er staðið að þjónustu slökkvitækja.
Þessa úttekt átti að gera um land allt.
Í tilefni 80 ára afmælis okkar er ætlunin að vera með sérstök tilboð fyrir viðskiptavini okkar nú
í nóvember og fyrri hluta desember. Um miðjan mánuðinn munum við kynna frekar hvaða vörur þetta verða og hvar og hvernig salan verður. Við
eigum væntanlegar nýjar vörur um mánnaðarmót og má þar nefna t.d. vatnsskynjara á mjög góðu verði og nýjar
gerðir gasskynjara.
Við erum komnir með á lager úðabyssur fyrir dufttæki (vandaðar þýskar byssur) með legg að
þvermáli 13 og 16mm. Eins með skrúfgangi að innan 18 mm. á t.d. Total slökkvitæki. Byssurnar eru svartar. Verð er frá kr. 830,00 til
1.124,00.
Við höfum fengið á lager þær gerðir af úðastútum og byssum sem kynntar voru í byrjun september
síðastliðnum og afgreitt til þeirra sem gert höfðu pantanir í þessa fyrstu sendingu. Dreifibréf með kynningarverðum var sent þann 11.
september til slökkviliðanna. Ef þið hafið áhuga á einhverjum gerðum látið okkur vita. Við eigum ennþá flestar gerðir nema
Saberjet gerðina. Hún seldist upp og er væntanleg önnur sending fljótlega.
Við eigum nú fyrirliggjandi eldgalla á lager þ.e. kápur og buxur (Ísland), stuttjakka og smekkbuxur (Keflavík) og svo
hálfsíðan jakka og háar buxur í bakið (Reykjavík). Við höfum því miður ekki í ár getað afgreitt á
réttum tíma fatnað en nú á að vera komið lag á og erum við smá saman að eignast lager til afgreiðslu strax.
Í byrjun mánaðarins minntumst við á nýjan kennslubækling sem kominn er út frá Holmatro
sem er einn stærsti og virtasti framleiðandi björgunartækja í heiminum og að auki eru flest björgunartæki hérlendis frá honum komin.
Kennslubæklingurinn er nú kominn til okkar og hefur verið sendur til þeirra sem pantanir höfðu gert.
Sjá nánar frétt frá 3. október