Fréttir

Ódýrir skjalapokar og millimöppur

Við höfum fengið á lager mun ódýrari skjalapoka og millimöppur en við höfum boðið áður. Gæði eru mikil og verðið er einstaklega hagstætt. Pakki af KIO A4 skjalapokum kostar kr. 2.988 eða stk. á kr. 59,75. Millimöppur A4 eru á kr. 605 pakkinn eða stk. á kr. 24,20.
Lesa meira

Holmatro stoðbúnaður til Slökkviliðs Akureyrar

Slökkvilið Akureyrar fékk nú í febrúar og mars Holmatro Power Shore stoðbúnað af svipaðri gerð og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk fyrir rúmu ári síðan.
Lesa meira

Öflug sprenging í Kárahnjúkum

Frétt af Morgunblaðsvefnum. Innlent | Fimmtudagur | 13. mars | 2003
Lesa meira

Slökkvivagnar á lager

Við erum nýkomnir með kolsýruvagna á hjólum á lager í stærðunum 9 kg. og 23 kg. en nokkur eftirspurn hefur verið eftir þessum stærðum.  Þeir eru útbúnir með slöngu og horni. Minni gerðin er með handfangsloka en sústærri með skrúfuðum loka. Verð þessara vagna er mjög gott og hafa sumir kaupendur nýtt þessa vagna til að útbúa kolsýrukerfi um borð í skip og báta.
Lesa meira

Endurseljendur - Verðhækkun

Við erum að ljúka gerð verðlista fyrir endurseljendur. Við höfum hækkað verð lítillega en eins og öllum endurseljendum er kunnugt um höfum við ekki hækkað verð síðan í maí 2001. Þá var gengi erlendra gjaldmiðla mjög svipað og það er í dag. Við höfum á þessu tímabili tekið á okkur allar erlendar verðbreytingar og þá verulegu hækkun erlendra gjaldmiðla sem var fram á mitt síðasta ár en hefur síðan þá farið lækkandi og er komið til samræmis og þá var. Á þessum tíma hafa orðið hækkanir á flutningskostnaði, launahækkanir og svo aðrar innlendar kostnaðarhækkanir að ógleymdu eldneytisgjaldi eða olíugjaldi sem farmflytjendur innheimta. Verðlistar verða póstlagðir í byrjun næstu viku en verðbreytingar hafa þegar tekið gildi.
Lesa meira

Nýr hlífðarfatnaður - slökkvistjórar - slökkviliðsmenn

Við erum þessa dagana að útbúa dreifibréf til slökkvistjóra með vönduðum bæklingi til að kynna nýja gerð af hlífðarfatnaði fyrir slökkviliðsmenn.
Lesa meira

3 stk. Panasonic ljós

PANASONIC HANDLJÓS 3 stk. í pakka á frábæru verði Rafhlöður fylgja.  
Lesa meira

Alvöru verkfæri fyrir Slökkvitækjaþjónustur

Við getum boðið ykkur verkfæri eins og skoðunarljós, loftmæla, alhliða lykla og svo alhliða köfnunarefnishleðslutæki á ágætu verði. Þetta eru samskonar verkfæri og við notum í slökkvitækjaþjónustu okkar og hafa reynst mjög vel.
Lesa meira

Nægar birgðir af FirePro slökkvibúnaði

Gleðilegt ár !!!!! Þann 5. desember síðastliðinn kynntum fyrir ykkur FirePro slökkvibúnaðinn. Við erum nú komnir með nægar birgðir af FirePro slökkvibúnaðnum á lager og getum afgreitt helstu stærðir eins og óskað er eftir.
Lesa meira

Nýir björgunarbátar og nýr slökkvibíll fyrir Reykjavíkurflugvöll

Frétt af vef Morgunblaðsins í morgun. (13/12 2002) Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á Reykjavíkurflugvelli verða afhentir tveir nýjir björgunarbátar og nýr slökkviliðsbíll í dag. Slökkviliðsbíllinn er sá fullkomnasti sem til er á flugvöllum á vegum Flugmálastjórnar. Björgunarbátarnir eru af gerðinni Zodiac Mark V og getur hvor um sig borið allt að 15 til 20 menn. Með þessum búnaði er verið að efla slökkvi- og björgunarbúnað á flugvellinum til muna. Björgunarbátarnir eru með mjúkum botni og sagðir hentar vel til landtöku á erfiðum stöðum. Bátarnir eru búnir tveimur 50 hestafla utanborðsmótorum hvor en við það eykst öryggi bátanna til mikilla muna, þar sem minni líkur eru á að þeir verði ónothæfir við það að mótor rekist í við erfiðar aðstæður líkt og víða er í grunnristum Skerjafirðinum.
Lesa meira