Loksins eru ódýru kolsýrutækin, neyðarljósin, keðjustigarnir og brunaslöngurnar komið inn á lager og
tilbúið til afgreiðslu. Öll verð standast sem fram hafa komið í fréttum undanfarið.
Við fengum í dag nýja gerð af neyðarljósum sem við bjóðum á talsvert betra verði en við höfum áður geta gert.
Ætlunin er að vera með eina til þrjár gerðir en til að byrja með bjóðum eina gerð.
Eins og við sögðum frá í frétt frá í lok febrúar (lesið
hér) þá erum við að fá í síðustu viku maí mánaðar brunaslöngur á frábæru verði.
Slöngurnar koma tilbúnar til notkunar með ásettum Storz tengjum.
Undir lok mánaðarins munum við fá all verulegt magn af 5 kg. kolsýrutækjum sem við bjóðum á verði sem ekki hefur sést
hérlendis áður. Slökkvitækin eru viðurkennd samkvæmt EN3 eins og öll þau tæki sem við bjóðum.