Við erum komin með nýja gerð af lyfjaskápum úr málmi með hurð úr gleri. Við getum boðið betra verð á þessari
gerð en er á þeim gerðum sem við erum með í dag.
Við höfum um árabil flutt inn og selt skápa fyrir slökkvitæki sem ætlaðir eru utan á stærri bifreiðar eins og
olíuflutningabifreiðar, vöruflutningabifreiðar og vinnuvélar. Þessa skápa höfum við flutt inn frá Englandi og
Þýskalandi.
Vegna gengisfalls krónunnar okkar, höfum við neyðst til að hækka verð á öllum eldvarnavörum. Sá einsetningur okkar
að lækka verð og kaupa hagstæðar inn er því fyrir bí í bili. En við höfum þó í verðhækkunum okkar vegna
gengisfalls ekki hækkað eins mikið, eins og fall krónunnar hefur verið og þannig tekið þátt í að hægja á
verðbólgu.
Á flugvöllin í Moss í Noregi er komin ný glæsileg flugvallaslökkvibifreið frá Egenes Brannteknikk AS af gerðinni Rosenbauer Panther 6x6.
Fleiri Pantherar eru væntanlegir á flugvellina hjá frændum okkar á hinum Norðurlöndunum. Glæsilegur vagn og auðvita spenna menn beltin.
Um 7 ára skeið höfum við flutt inn margskonar töskur og poka fyrir sjúkralið, björgunarsveitir, slökkvilið og neyðarsveitir frá Pacific
Emergency Products í Kanada.
Í síðasta tímariti Siren Nr. 5 er fróðleg grein um slökkvi- og björgunarlið í Lofsdalen í Svíþjóð. Bærinn
er í örum vexti og þörfin fyrir breytingar var brýn.
Við eigum á lager slöngur á frábæru verði. Slöngurnar koma tilbúnar til notkunar með ásettum Storz
tengjum. Þetta eru strekar og vandaðar slöngur sem við seljum m.a. til slökkviliða.
Við erum þessa dagana að endurskoða verð og afslætti til viðskiptavina okkar. Gera má ráð fyrir hækkunum og þær eru að
verða að veruleika þessa dagana.