Í september munum við bjóða Holmatro björgunartæki rafhlöðudrifin eða vökvadrifin á tilboði. Í vor heimsóttum við nokkur slökkvilið og vorum með kynningar.
Við höfum tekið inn stóra sendingu af nýju gerðinni af Gras brunaslönguhjólum eru með ýmsum nýjungum. Einfaldari uppsetning, ný veggfesting, nýjir skápar, ný bremsa ofl. ofl.
Frá Tohatsu er komin ný dæla á markað í Evrópu. Hún er arftaki VC82ASE dælunnar sem við höfum selt í mörg ár. Við höfum selt yfir 20 Tohatsu dælur um tíðina.
Við fengum í síðustu viku bedda í sjúkratjöld eða sjúkraskýli fyrir björgunarsveitir. Fyrsta sendingin seldist upp. Þeir sem hafa áhuga á þessum beddum vinsamlegast hafið samband á netfangið oger@oger.is eða hringið í síma 5684800.