21.11.2010
Meirihluti íslenskra heimila sinnir eldvörnum ekki nægilega vel samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Eldvarnabandalagið og Landssamband slökkviliðs- og
sjúkraflutningamanna (LSS). Hún sýnir að enginn eða aðeins einn reykskynjari er á um þriðjungi heimila. Innan við helmingur heimila hefur allan
nauðsynlegan eldvarnabúnað, það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Leigjendur búa við miklu verri eldvarnir en þeir sem búa
í eigin húsnæði. Þá sýnir könnun Capacent að á þremur af hverjum fjórum heimilum hefur ekkert verið rætt um hvernig
bregðast ætti við eldsvoða.
Lesa meira