Innnes

Kynnum ýmis Holmatro tæki

Holmatro búnaðurinn er líklega sá útbreiddasti hérlendis. Þau eru allmörg slökkviliðin, björgunarsveitir og fyrirtæki sem nota þennan búnað þ.e dælur, klippur, glennur, tjakka, púða, lekabúnað ofl. ofl. 
Lesa meira

Rosenbauer reykblásari í jarðgöng

Fyrir stuttu síðan eða í október síðastliðnum var framkvæmd áhugaverð tilraun af norsku vegagerðinni í tveimur veggöngum í Noregi. Skoða átti hversu stuttan tíma reyklosun tæki.
Lesa meira

Ein vindbyssa eftir á lager

Fyrir nokkru kynntum við ýmsan búnað í kjarr og skógarelda sem fékk ágætar viðtökur m.a. vindbyssur en í bók Brunamálaskólans um gróðurelda má lesa um notkun þessa búnaðar.
Lesa meira

SHS fær Cutters Edge keðjusög

SHS fengu frá okkur Cutters Edge keðjusög af gerðinni CE-2171RS en þetta er fimmta sögin sem við seljum af þesssari gerð. Fyrst til var Slökkvilið Akureyrar að fá slíka sög, svo Brunavarnir Suðurnesja og slökkvilil Langanesbyggðar. Þessar sagir eru sérstaklega gerðar fyrir slökkvilið og björgunarsveitir og sérstaklega áreiðanlegar við slæmar aðstæður.
Lesa meira

Calisia hlífðarhjálmar til Brunavarna Árnessýslu

Brunavarnir Árnessýslu hafa nú fengið Calisia hjálma fyrir hluta af liðsmönnum sínum. Eftirspurn eftir þessum hjálmum hefur aukist all verulega og eru nokkur slökkvilið nú þegar búin að fá sýnishorn og eru að prófa og skoða. Verð þessara hjálma er mjög gott og gæði einnig.
Lesa meira

SHS fær Protek 649 Úðabyssu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur fengið á eina bifreið sína Protek 649 úðabyssu. Úðastúturinn er af gerð 823.
Lesa meira

Jólakveðja til viðskiptavina

Við óskum ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og friðsældar um hátíðina. Megi komandi ár veita öllum friðsæld, farsæld og gæfu.
Lesa meira

Lækkun á verði eldvarnateppa

Við tökum nú allar stærðir eldvarnateppa frá sama birgja og getum vegna þess lækkað verð á 120x120 sm og 180x180 sm. eldvarnateppum um 15 til 35%.
Lesa meira

Slökkvibifreið til sölu SLF 5100/500/250

Við fáum hugsanlega til sölu áhugaverða slökkvibifreið á næstunni af árgerð 2002 í einstöku ástandi. Í bifreiðinni er 5.100 l. vatnstankur, 500 l. froðutankur og 250 kg. duftkúla. Mercedes Benz undirvagn með drif á öllum hjólum og Telligent gírskipting. Tvær úðabyssur á þaki og framstuðara. Einstakt tækifæri og verð.
Lesa meira

SHS fær Protek 622 Úðabyssu

Nú nýverið fékk SHS úðabyssu af Protek gerð. Afkastageta 3.800 l/mín.
Lesa meira