Nú loksins fer að hilla undir slökkvibifreið TLF4000/200 fyrir Snæfellsbæ en við og þau hafa beðið þolinmóð eftir henni.
Bifreiðin er byggð hjá Wawrzaszek á Scania P380 4x4 undirvagn og CP28 áhafnarhús.
Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fær í dag Tohatsu dælu ásamt 4" 2,5 m. löngum börkum og sigti m/loka. Þessi
gerð er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og
þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Loksins eru ódýru kolsýrutækin, neyðarljósin, keðjustigarnir og brunaslöngurnar komið inn á lager og
tilbúið til afgreiðslu. Öll verð standast sem fram hafa komið í fréttum undanfarið.
Við fengum í dag nýja gerð af neyðarljósum sem við bjóðum á talsvert betra verði en við höfum áður geta gert.
Ætlunin er að vera með eina til þrjár gerðir en til að byrja með bjóðum eina gerð.