Fréttir

Jólakveðja til viðskiptavina okkar

Jólakortið er frá birgja okkar ISS-Wawrzaszek sem byggir fyrir okkur slökkvibifreiðar og er kortið þeirra. Þeir senda það um heim allan en slökkvibifreiðin sem myndin er af er á Íslandi og við spyrjum hvar ???  Hvaða slökkvilið á þessa slökkvibifreið ?? Sendið okkur svar á ogeld@islandia.is og við drögum út 10 rétt svör og sendum ykkur vandað Peli ljós að launum.
Lesa meira

Grein í Sirenen um BAS slökkvibifreiðar

Í ný útkomnu tímariti Sirenen nr. 8 í desember er grein um framleiðslu á BAS slökkvibifreiðum en það eru sænskar slökkvibifreiðar útbúnar samkvæmt kröfum þeirra.
Lesa meira

Nýju Gras brunaslönguhjólin komin á lager

Í morgun duttu hjólin, skáparnir, slökkvitækjafestingarnar, lyfja og lyklaskáparnir inn á lager. Ótrúlegt verð og hér á eftir eru verðdæmi. Verð er 27 til 41% lægra en við höfum áður getað boðið. Athugið verð sem nefnt er smásöluverð með virðisaukaskatti.
Lesa meira

Slökkviliðsmenn selja eldvarnabúnað og gefa góð ráð um eldvarnir

Nú eins og svo oft áður eru slökkviliðmenn um land allt að bjóða eldvarnabúnað ásamt því að gefa fólki góð ráð varðandi eldvarnir heimilanna.
Lesa meira

Búnaður í slökkvibifreið Borgarbyggðar

Við erum þessa dagana að safna saman búnaði frá ýmsum birgjum í slökkvibifreið Borgarbyggðar en hún verður vel búin af nýjum búnaði. Vegna veðurs þurfum við að bíða fram í næstu viku með loka kennslu í notkun bifreiðarinnar.
Lesa meira

Ningbo slökkvitækin komin ótrúlegt verð !!!!

Við fengum inn í gær gám af slökkvitækjum sem við ætlum í jólasöluna. Viðtökur hafa verið góðar og strax erum við búnir að afgreiða til viðskiptavina okkar nokkur bretti og við biðjum þá sem áhuga hafa á að hafa samband sem fyrst. 
Lesa meira

SHS fær Rosenbauer Fox III brunadælur

Í dag mun Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fá Rosenbauer Fox III brunadælur en þetta eru fyrstu dælurnar af þessari kynslóð hér á landi.
Lesa meira

SSE búnaður yfirfarinn í Ufsárveitum

Um miðjan nóvember komu eftirlits og viðgerðarmenn frá Orica Mining til að skoða og yfirfara Titan blöndunar og hleðslustöðvar sem eru í notkun hjá Arnarfelli.
Lesa meira

Borgarbyggðarbifreiðin farin í Borgarnes

Í dag í þessu leiðindaveðri sótti Bjarni slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar bifreiðina og ók henni upp í Borgarnes.  Í hvert skipti sem ný bifreið kemur hingað sjáum við breytingar og framfarir.
Lesa meira

Slökkvilið Fjallabyggðar fær Tohatsu dælu

Undir lok vikunnar mun Slökkvilið Fjallabyggðar fá Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg.
Lesa meira