Fréttir

Sjö af ellefu slökkvibifreiðum

Í tengslum við þing slökkvistjóra nú fyrsta vetradag var hluta af flota slökkviliðanna í Árnessýslu stillt upp við Slökkvistöðina á Selfossi. Af þeim ellefu bifreiðum sem þar voru eru sjö seldar af okkur. Það er til fyrirmyndar að sveitastjórnir og stjórnendur slökkviliðanna í þessari sýslu hafa keypt nýjar slökkvibifreiðar fyrir slökkviliðin en ekki gamlar.
Lesa meira

Slökkvilið Súðavíkur fær Tohatsu dælu

Slökkvilið Súðavíkur fær nú innan fárra daga Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg. Fyrir örstuttu fékk vertakafyrirtækið Arnarfell sams konar dælu og eins Slökkvilið Langanesbyggðar,   Slökkvilið Grenivíkur og Slökkvilið Borgarbyggðar. Fleiri slökkvilið erum með Tohatsu dælur eins og m.a. Slökkvilið Akureyrar, Fjarðabyggðar og Ölfuss.
Lesa meira

Nú styttist í WISS björgunar- og reykköfunartækjagáma fyrir SHS

Innan skamms koma þrír gámar fyrir SHS sem byggðir hafa verið í Póllandi. Við tókum þátt i útboð á vormánuðm og vorum þar langlægstir með þrjá slíka gáma. Gámarnir fara samkvæmt síðustu upplýsingum til skips í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Scott Propak reykköfunartæki til Slökkviliðs Grímseyjar

Slökkvilið Grímseyjar fá nú Scott Propak reykköfunartæki í slökkvibifreið sína. Reykköfunartækin verða með maska fyrir fjarskiptabúnað þeirra. Á skömmum tíma höfum við náð góðri dreifingu á nýju gerðinni af Scott reykköfunartækjunum þ.e.  þessari nýju evrópsku gerð sem reynist mjög vel eftir því sem við heyrum. Sérstaklega er tiltekið hversu gott útsýni reykafarinn hefur um grímuna enda mjög sérstakt lag á gleri. 
Lesa meira

Fyrsta WISS slökkvibifreiðin af fjórum í ár að koma

Brunavarnir Árnessýslu eru nú að fá WISS slökkvibifreið TLF6000/200 á Renault Kerax 4 x 4 undirvagni með 450 hestafla vél. Því miður erum við seinir með afhendingar á bifreiðum en það er einfaldlega vegna seinagangs á afhendingu undirvagna. Sökin liggur ekki hjá yfirbyggjanda.
Lesa meira

Heimsókn til ISS-Wawrzaszek í Bielsko-Biala í Póllandi

Í september fór nokkuð stór hópur til Wawrzaszek í Póllandi til að leggja lokahönd á útfærslu og búnð í þeim bifreiðum og gámum sem er væntanlegt til landsins.
Lesa meira

Landsvirkjun fær geymsluskápa og ílát fyrir spilliefni

Við höfum byrjað samstarf við fyrirtækið Asecos en frá þeim fáum við margskonar eldtraust ílát , eldtrausta geymsluskápa og annað fyrir spilliefni og annan hættulegan varning.
Lesa meira

WISS bifreiðar fyrir dönsku almannavarnirnar

Fyrir stuttu voru byggðar fjórar almannavarnarbifreiðar fyrir dönsku Almannavarnirnar hjá ISS-Wawrzaszek í Póllandi. Þær eru um margt mjög sérstakar en þær eru byggðar eftir hugmyndum  kaupanda. Bifreiðarnar hafa vakið mikla athygli fyrir ýmsar útfærslur og lausnir.
Lesa meira

Eftirlit með sogdælum í Rosenbauer slökkvibifreiðum

Við viljum vekja athygli ykkar sem eru með Rosenbauer dælur að skoða sogdælurnar reglulega og kanna gúmmíblöðkurnar í þeim. Við munum eiga hjá okkur blöðkur til skiptanna en eflaust er þörf á að skipta um blöðkur hjá mörgum.
Lesa meira

Arnarfell fær Tohatsu dælu í Ufsárveitur

Fleiri velja afkastamiklar, einfaldar, öruggar  og ódýrar Tohatsu slökkvdælur.  Arnarfell fékk í siðustu viku Tohatsu VC72AS brunadælu sem afkastar 1.300 l/mín við 8 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 85 kg. Fyrir stuttu fengu Slökkvilið Langanesbyggðar, Slökkvilið Grenivíkur og Slökkvilið Borgarbyggðar Tohatsu dælur.
Lesa meira