Fréttir

Slökkvilið Borgarbyggðar gengur í Tohatsu brunadæluklúbbinn

Fleiri og fleiri festa kaup á Tohatsu brunadælum enda er það staðreynd að þær eru afkastamiklar, einfaldar, öruggar  og ódýrar.  Slökkvilið Borgarbyggðar fær á næstunni Tohatsu VC82ASE brunadælu sem er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg. Fyrir stuttu fékk Slökkvilið Grenivíkur sams konar dælu.
Lesa meira

Samspil háþrýstings og lágþrýstings í brunadælum

Hvernig byggist háþrýstingur upp í brunadælum þar sem öll hjólin eru á sama ás ? Hvernig er hlutfall milli lágþrýstings og háþrýstings þegar þrýstingur kemur að dælu eins og t.d. úr brunahana ?
Lesa meira

Fróðleg grein um Cutters Edge keðjusagir

Í tímaritinu Fire & Rescue apríl tölublaðinu er fróðleg grein um Cutters Edge keðjusagir. Fyrirsögn greinarinnar er "Þegar keðjusög er eina tækið til að komast inn".  
Lesa meira

Aukin verkefni hjá

Nú undanfarið hafa aukist all verulega verkefni hjá \"Gömlu Dömunni\" eins og við köllum Anolit blöndunar og hleðslubifreið okkar sem við erum með hér á suðvestur horninu. Við erum með aðra bifreið á Austurlandi sem hefur sinnt verkefnum þar sem hafa verið all nokkur og fyrirsjáanleg veruleg aukning í sumar.
Lesa meira

Bambi Bucket 2000l. vatnsfata til Landhelgisgæslunnar

Í byrjun mánaðarins fluttum við inn fyrir Brunamálastofnun og fleiri stofnarnir Bambi Bucket en það er sérgerð vatnsfata sem rúmar tæpa 2000 l. af vatni og notuð til slökkvistarfa með þyrlum.
Lesa meira

Hjálparbúnaður frá Holmatro ofl.

Holmatro eins og ávallt er í fararbroddi með nýjungar. Keppinautarnir keppast við að koma með svipaðan búnað og ganga í fótspor þeirra. Loksins er einn keppinauturinn að auka klippuaflið og annar að koma með frekar misheppnaða útfærslu af einnar slöngu kerfi.
Lesa meira

Keflavíkurgöngunni luku þeir á um sex tímum

Glæsilegt en hér má lesa frétt um heimkomuna af vef Víkurfrétta.
Lesa meira

Keflavíkurgangan í dag

Slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja ganga í dag til Keflavíkur til stuðnings félaga sínum. Þeir voru brattir þegar þeir voru að leggja í hann í morgun um 10 leytið.
Lesa meira

Ný gerð af skúffuskápum væntanleg

Við höfum nú ákveðið að taka Silverline skúffuskápa í sölu í stað Triumph sem við höfum boðið um nokkurra ára skeið. Skáparnir eru nánast eins í útliti og að gæðum en þó eru Silverline skáparnir sterkari og bjóða upp á fleiri möguleika. Verðið á Silverline verður mun lægra.
Lesa meira

Nokkrir Jomy fellistigar til sölu á spottprís !!!!

Af sérstökum ástæðum eigum við nokkra fellistiga í mismunandi lengdum til sölu. Þeir eru tilbúnir til uppsetningar og eru af EL og Artalu gerðum. Eins og allir vita þá seljum við Modum stiga og þá eigum við ávallt á lager í lengdum frá 2,4 m. til 5,4 m.
Lesa meira