Fréttir

Hækkun á verði sprengiefna

Við höfum vegna gengissigs undanfarið eða frá gerð síðasta verðlista  hækkað verð á sprengiefnum lítillega.  
Lesa meira

Fleiri slökkvieiningar í Ningbo léttvatnstækjum

Í næstu sendingu af slökkvitækjum frá birgja okkar Ningbo munum við fá léttvatnstæki með fleiri slökkvieiningar eða 21A í stað 14A og sama góða verðið áfram. Það er ekki oft svo. 
Lesa meira

Ný Rosenbauer brunadæla

Komin er á markað ný laus brunadæla frá Rosenbauer sem nefnist BEAVER. Fyrir voru gerðirnar Otter og Fox sem eru velþekktar hérlendis. Þessi nýja dæla er á milli Otter og Fox í verði.
Lesa meira

Hvað er bak við ?????

Svona til gamans og fróðleiks þá birtum við mynd af innviðum dælustjórnborðs í Wawrzaszek slökkvibifreið.
Lesa meira

Þessa mynd fengum við á mánudag

Við fengum eina mynd á mánudaginn af framvindu verksins þ.e. byggingu slökkvibifreiðar fyrir Snæfellsbæ.
Lesa meira

Slökkvibifreið fyrir Snæfellsbæ

Nú loksins fer að hilla undir slökkvibifreið TLF4000/200 fyrir Snæfellsbæ en við og þau hafa beðið þolinmóð eftir henni. Bifreiðin er byggð hjá Wawrzaszek á Scania P380 4x4 undirvagn og CP28 áhafnarhús.
Lesa meira

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fær Tohatsu dælu

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar fær í dag Tohatsu dælu ásamt 4" 2,5 m. löngum börkum og sigti m/loka. Þessi gerð er sú afkastamesta í röðinni en hún skilar 2.050 l/mín við 6 bar og 3m. soghæð um 6m. barka. Einstök í sinni röð og þyngd hennar er aðeins 94 kg.
Lesa meira

Frá 16. júní höfum við opið frá 8.00 til 16.00

Vegna sumarleyfa þá breytum við til og höfum opið frá kl. 8.00 til kl. 16.00 og verður svo fram til 18. ágúst.
Lesa meira

Formleg afhending í Borgarbyggð

Á laugardag fór fram formleg afhending á Wiss TLF4000/200 slökkvibifreiðinni sem Slökkvilið Borgarbyggðar fékk á síðasta ári.
Lesa meira

Viðhald á Rosenbauer NH sogdælum

Nauðsynlegt er að  framkvæma  olíuskipti á Rosenbauer sogdælunum minnst einu sinni á ári eins og fram kemur í viðhaldstöflu.
Lesa meira