Nú styttist óðum í spilliefnagám fyrir Slökkvlið Akureyrar. Gámurinn er byggður út frá sömu forsendum og einn gáma SHS
sem komu á árinu 2007. Byggjandi er auðvita Wawrzaszek í Póllandi
Alltaf er eftirspurn eftir reykskynjurum fyrir húsarafmagn. Einhvern tíma kemur að því að krafist verði reykskynjara sem ganga á húsarafmagni
með rafhlöðu sem varaafl.
Því miður eru öll 12 kg. duftslökkvitæki uppseld í augnablikinu og þau ekki væntanleg fyrr en í apríl/maí. Við eigum aftur
á móti 9 kg. duftslökkvitæki á lager og eins nokkur 12 kg. duftslökkvitæki með utanáliggjandi þrýstigjafa. Slökkvivagna
á mjög góðu verði eigum við væntanlega á sama tíma.
Bifreiðaframleiðendur auka endalaust styrk burðarbita og yfirbygginga í framleiðslu sinni. Við þessu þurfa framleiðendur björgunartækja að
bregðast og Holmatro kemur nú með á markað öflugri klippur sem nefnast CU4055 NCT II
Við erum sífellt að bæta við það úrval af Gras brunaslönguhjólum og skápum, sem við bjóðum, enda eru þessar
vörur á einstaklega góðu verði og líklega á því besta, sem býðst hérlendis í dag.
Eins og við sögðum frá í nóvember síðastliðnum þá kom ný Panther slökkvibifreið á
Gardemoen flugvöllinn við Osló. Rosenbauer Panther af gerðinni CA5 6x6.