Á Gardemoen flugvöllinn við Osló er komin ný slökkvibifreið af Rosenbauer Panther gerð CA5 6x6. Frændþjóðir okkar hafa fallið
fyrir Panther flugvallaslökkvibifreiðum.
Eins og við sögðum frá þá sóttum við China Fire 2008 sýninguna í Peking nú um síðustu mánaðarmót. Við
höfum ekki áður sótt vörusýningar í annari heimsálfu, en vegna aukinna viðskipta okkar við Kína, var ákveðið að fara
þrátt fyrir dökkar efnahagshorfur.
Við erum nokkur stödd þessa dagana í Peking á sýningunni China Fire 2008, en þar eru sýnendur víðs vegar að, en aðallega
þó kínverskir og sýndar eru eldvarnarvörur og búnaður og bifreiðar fyrir slökkvilið.
Nú eru jólakort SKB komin í sölu á skrifstofu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Einnig er hægt að panta
kortin hér á hlekknum á heimasíðunni (jólakortið hægra megin). Boðið er uppá innáprentun fyrir fyrirtæki og
félagasamtök.
Sökum verulegrar hækkunar á slökkvidufti höfum við leitað til annars birgja og getum nú boðið sambærilegt slökkviduft og við
höfum áður verið með en á lægra verði.
Við höfum nú fengið allverulegt magn af 2ja kg. kolsýrutækjum frá Ningbo til afgreiðslu strax. Tækin eru á mun betra verði en þau
tæki sem við eigum fyrir eða á kr. 11.118.
Við erum komin með nýja gerð af lyfjaskápum úr málmi með hurð úr gleri. Við getum boðið betra verð á þessari
gerð en er á þeim gerðum sem við erum með í dag.