Fréttir

Opnun á sjúkrabílaútboði fyrir Rauða kross Íslands

Í dag var opnað útboð fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrabifreiðum. Það fór eins og við höfðum ímyndað okkur að viðskiptavinur RkÍ til nokkurra ára nú, er í lægstu sætunum og býður nú undir þremur nöfnum og þá líklega þremur kennitölum.
Lesa meira

Myndir úr Kárahnjúkum

Mikið vetrarríki er nú á Kárahnjúkasvæðinu en þar er þó talsverð starfsemi eins og fréttist af í fjölmiðlum.
Lesa meira

Slökkvibifreið að koma

Nú á næstu dögum fer slökkvibifreiðin fyrir Brunavarnir á Héraði og Flugmálastjórn í skip. Hér er án efa ein glæsilegasta slökkvibifreið sem hér á landi verður en hún verður staðsett á flugvellinum á Egilsstöðum. Hér getið þið skoðað myndir af bifreiðinni.
Lesa meira

Útsala til slökkviliða

Hér eru upplýsingar um búnað til slökkviliða sem settur hefur verið á útsölu. Hér er er ýmis búnaður eins og fatnaður, reykköfunartæki, úðastútar, ljós ofl. Um leið veitum við góða afslátt af þeim búnaði sem við eigum á lager hjá okkur. Eingöngu fyrir slökkvilið. Útsala þessi er til 22. desember eða meðan birgðir endast. Smellið á myndirnar.
Lesa meira

Scott Propak reykköfunartæki komin

Við höfum undanfarin ár flutt inn Scott reykköfunartæki frá Bandaríkjunum sem þið getið lesið um hér en það eru Air Pack Fifty tæki sem eru mjög vönduð tæki sem fylgja NFPA stöðlum. Nú vekjum við athygli á Scott Propak reykköfunartækjum sem við erum komnir með en þau koma hingað frá Evrópu og uppfylla evrópska staðla.
Lesa meira

Fræðslufundur hjá Brunavörnum Árnessýslu í gærkvöldi

Ég var svo heppinn að vera boðinn á fræðslufund hjá Brunavörnum Árnessýslu en þar hélt Höskuldur Einarsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrirlestur um eiturefnavarnir og þann búnað sem SHS hafa nýverið fengið til sín.
Lesa meira

Opnun útboðs Ríkiskaupa fyrir Brunamálastofnun

Eins og flestir vita sem með hafa fylgst  þá bauð Ríkiskaup fyrir hönd Brunamálastofnunar út búnað fyrir slökkvilið til reykköfunar og viðbragðs við mengunarslysum og var það opnað í dag að viðstöddum 9 bjóðendum og fulltrúum Brunamálastofnunar Birni Karlssyni brunamálastjóra og Elísabetu Pálmadóttur skólastjóra.
Lesa meira

Eldvarnavikan

Nú er hin árlega Eldvarnavika að hefjast. Við höfum reynt að undirbúa okkur fyrir þessa viku en gera má ráð fyrir aukinni sölu á ýmsum eldvarnabúnaði í kjölfarið.  
Lesa meira

Við lofuðum myndum frá Ólafsfirði

Hér koma myndirnar. Mikill snjór og kalt. Þetta eru myndir af fyrstu sprengingunni með Titan 7000
Lesa meira

Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmegin

Undanfarna viku hefur undirbúningur farið fram við að koma upp búnaði og kenna verkreglur við notkun á Titan 7000 við jarðgangasprengingar Ólafsfjarðarmegin.
Lesa meira