Fréttir

Scott Propak reykköfunartæki komin

Við höfum undanfarin ár flutt inn Scott reykköfunartæki frá Bandaríkjunum sem þið getið lesið um hér en það eru Air Pack Fifty tæki sem eru mjög vönduð tæki sem fylgja NFPA stöðlum. Nú vekjum við athygli á Scott Propak reykköfunartækjum sem við erum komnir með en þau koma hingað frá Evrópu og uppfylla evrópska staðla.
Lesa meira

Fræðslufundur hjá Brunavörnum Árnessýslu í gærkvöldi

Ég var svo heppinn að vera boðinn á fræðslufund hjá Brunavörnum Árnessýslu en þar hélt Höskuldur Einarsson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fyrirlestur um eiturefnavarnir og þann búnað sem SHS hafa nýverið fengið til sín.
Lesa meira

Opnun útboðs Ríkiskaupa fyrir Brunamálastofnun

Eins og flestir vita sem með hafa fylgst  þá bauð Ríkiskaup fyrir hönd Brunamálastofnunar út búnað fyrir slökkvilið til reykköfunar og viðbragðs við mengunarslysum og var það opnað í dag að viðstöddum 9 bjóðendum og fulltrúum Brunamálastofnunar Birni Karlssyni brunamálastjóra og Elísabetu Pálmadóttur skólastjóra.
Lesa meira

Eldvarnavikan

Nú er hin árlega Eldvarnavika að hefjast. Við höfum reynt að undirbúa okkur fyrir þessa viku en gera má ráð fyrir aukinni sölu á ýmsum eldvarnabúnaði í kjölfarið.  
Lesa meira

Við lofuðum myndum frá Ólafsfirði

Hér koma myndirnar. Mikill snjór og kalt. Þetta eru myndir af fyrstu sprengingunni með Titan 7000
Lesa meira

Héðinsfjarðargöng Ólafsfjarðarmegin

Undanfarna viku hefur undirbúningur farið fram við að koma upp búnaði og kenna verkreglur við notkun á Titan 7000 við jarðgangasprengingar Ólafsfjarðarmegin.
Lesa meira

Weenas Pbi Kelvar eldvarnarfatnaður til Þorbjarnar hf. í Grindavík

Í dag afhentum við það sem eftir átti að afhenda af hlífðarfatnaði til útgerðarfyrirtækisins Þorbjarnar hf.  í Grindavík. Þorbjörn hf. er fyrsta fyrirtækið sem kaupir um boð í skip sín Weenas Pbi Kelvar hlífðarfatnað en það er sá hlífðarfatnaður sem m.a. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins notar.
Lesa meira

ISS Renault Midlum TLF 3000/200 280 hestöfl.

Við getum nú boðið frá ISS - Wawrzaszek glæsilega og öfluga slökkvibifreið með öflugri há og láþrýstri brunadælu á ótrúlega hagstæðu verði.
Lesa meira

Ódýrari bakbretti frá Rapid Deployment

Frá Rapid Deployment getum við boðið takmarkað magn af bakbrettum af gerðinni RED 716 PRO-LIITE. Þessi bretti eru rauð að lit og hægt að fá með og án pinna fyrir ólar.
Lesa meira

Meira að sjá frá Póllandi

Við höfum nú sett inn fleiri myndir frá heimsókn okkar til Bielsko Biala fyrr í vikunni þar sem við vorum að skoða slökkvibifreiðar.
Lesa meira