Fyrir nokkru kynntum við ýmsan búnað í kjarr og skógarelda sem fékk ágætar viðtökur m.a. vindbyssur en í bók
Brunamálaskólans um gróðurelda má lesa um notkun þessa búnaðar.
SHS fengu frá okkur Cutters Edge keðjusög af gerðinni CE-2171RS en þetta er fimmta sögin sem við seljum af þesssari gerð. Fyrst
til var Slökkvilið Akureyrar að fá slíka sög, svo Brunavarnir Suðurnesja og slökkvilil Langanesbyggðar. Þessar sagir eru sérstaklega
gerðar fyrir slökkvilið og björgunarsveitir og sérstaklega áreiðanlegar við slæmar aðstæður.
Brunavarnir Árnessýslu hafa nú fengið Calisia hjálma fyrir hluta af liðsmönnum sínum. Eftirspurn eftir þessum hjálmum hefur aukist all
verulega og eru nokkur slökkvilið nú þegar búin að fá sýnishorn og eru að prófa og skoða. Verð þessara hjálma er
mjög gott og gæði einnig.
Við fáum hugsanlega til sölu áhugaverða slökkvibifreið á næstunni af árgerð 2002 í einstöku ástandi. Í
bifreiðinni er 5.100 l. vatnstankur, 500 l. froðutankur og 250 kg. duftkúla. Mercedes Benz undirvagn með drif á öllum hjólum og Telligent gírskipting.
Tvær úðabyssur á þaki og framstuðara. Einstakt tækifæri og verð.
Fleiri og fleiri slökkvilið taka nú í notkun Ningbo brunaslöngur. Verð er einstaklega hagstætt og fáum við slöngurnar tilbúnar með
tengjum í 20 m. rúllum.